Fréttir

Skíðaferð á Þorvaldsdal fellur niður


Kakdbakshnjúkur

Myndir úr gönguferð á Kakdbakshnjúk í Öxnadal.

Skíðaferð FFA á Háafell þ. 04.04.09.

Ferðafélag Akureyrar stóð fyrir skíðaferð á Háafell (918 m) laugardaginn 4. apríl 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Lau. 18. apríl - Þorvaldsdalur - göngu- eða skíðaferð

Gengið verður frá bænum Fornhaga í Hörgárdal að Stærra-Árskógi. Njótum töfra Þorvaldsdalsins á skíðum. Hallinn norður dalinn er nokkur og rennslið niður hann er frábært í góðu skíðafæri. Þetta er mjög skemmtileg skíðaganga.
Farið frá FFA kl. 9:00, og mun Ingvar Teitsson annast fararstjórn.
Ferðagjaldið er kr. 3.800,-, en kr. 3.300,- fyrir félagsmenn FFA. Innifalin er fararstjórn og akstur.