- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Föstudaginn 13. mars verður gengið frá Hólsgerði upp Vatnahjalla og í Bergland við Urðarvötn og gist þar. Síðan verður haldið í Laugafell á laugardeginum. Á sunnudag verður gengið norður að Urðarvötnum, með viðkomu í Berglandi, og niður Vatnahjalla aftur að Hólsgerði.
Toppupplifun fyrir fjallaskíðafólk - laugin notalega bíður í Laugafelli.
Fararstjóri verður Rúnar Jónsson. Verð verður kr. 6.000,- en kr. 5.000,- fyrir félagsmenn FFA. Innifalið í verðinu er fararstjórn og gisting.
Farið verður frá FFA kl. 13:00 þann 13. mars.
Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að skíðaferðin frá Hlíðarfjalli að Þelamörk, sem fara átti á sunnudag 8. mars, verður farin á morgun, laugardag 7. mars, ef næg þátttaka verður.
Miðað er við að fara kl. 9:00 frá FFA og fararstjóri er Frímann Guðmundsson.
Tilvalið tækifæri í að skella sér í góða, ókeypis skíðaferð og síðan í heita pottinn á Þelamörk (ekki innifalið). Létt ferð við flestra hæfi. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
frá gönguferð með Útivist frá Kerlingafjöllum í Nýjadal sem farin var
í ágúst 2008.
Allir velkomnir
Stjórn FFA hefur ákveðið að bjóða þeim sem eru atvinnulausir frítt í dagsferðir félagsins gegn staðfestingu.
Um liðna helgi var farin vinnuferð í Dreka . Veðurspáin fyrir helgina var hagstæð því ákveðið að leggja á fjöll
FFA efndi til skíðaferðar á Vaðlaheiði þ. 1. mars 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig gekk.