Fréttir

Ferðaáætlun 2006

Nú hefur ferðanefnd félagsins hafið vinnu við nýja ferðaáætlun fyrir árið 2006.

Ferðafélagið læsir skálum í Ódáðahrauni

Ferðafélag Akureyrar (FFA) mun læsa skálum sínum við Drekagil og í Herðubreiðarlindum veturinn 2005 – 2006.  

Nýjar myndir

Komnar nýjar myndir á myndasíðuna

Sumarlok

Þá eru síðustu ferðir sumarsins á enda og ferðadagskráin tæmd að sinni.

Síðustu ferðir sumarsins...

... eru á dagskrá um næstu helgi. Á laugardaginn 27.ágúst á að ganga að Trippaskál og sunnudaginn 28.ágúst verður gengin Þingmannaleið yfir Vaðlaheiði.

Kerling

Gönguferð á Kerlingu er á dagskrá félagsins laugardaginn 20.ágúst.

Breyting á áætlun helgarinnar

ATHUGIÐ - breyting varð á ferðaáætlun fyrir næstu helgi. Sögugangan í Íshólsdal og Mjóadal  verður á sunnudaginn 14. ágúst en ekki á laugardaginn. Á laugardeginum verður aftur á móti gengið á Þverbrekkuhnjúk, 1200m.

Hjóla og jeppaferð

Á dagskrá félagsins næstu helgi, 5.-7. ágúst, eru 2 ferðir, hjólaferð í Hrísey  á laugardaginn og jeppaferð í Dreka og Kverkfjöll frá föstudegi til sunnudags.

Hornvík-ferðasaga

Laugardaginn 23. júlí kl.22.00 lagði 34 manna hópur í Hornvíkurferð FFA, frá Ísafirði. Smá kaldi var á leiðinni en á Hornvíkina vorum við komin kl. 00.15. Stuttu seinna var búið að slá upp tjöldum og súpa fram borin kl. 01.45. Léttskýjað var og hlýtt.

Hornvík

Um helgina fór af stað sumarleyfisferð félagsins í Hornvík. Mikil eftirspurn var í ferðina og á endanum voru skráðir alls 34 manns í hana.