- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Á laugardaginn verður gengið frá Hálsi í Öxnadal um Vatnsdal á Þverbrekkuhnjúk, síðan um Bessahlaðaskarð og Beitarhúsagil að Hálsi þar sem göngunni lýkur. Ferðin er gráðuð 4 skór og er frekar krefjandi. Lagt verður af stað frá skrifstofu kl. 8.00.
Á sunnudaginn verður ekið að Íshólsvatni, innarlega í Bárðardal og gengið þaðan í Íshólsdal og Mjóadal. Þessir dalir geyma merkilega sögu sem kemur eflaust mörgum þægilega á óvart. Fararstjóri er Jón Aðalst. Hermannsson. Ferðin er gráðuð einn skór og við allra hæfi. Brottför er frá skrifstofu kl. 8.00.
Verð í ferðirnar er 1.000 kr fyrir félagsmenn en 1.300 kr fyrir aðra.
Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 462 2027, virka daga milli 16 og 19.