Fréttir

Jónsmessuferð á Súlur

Á Jónsmessukvöld ætlar ferðafélagið að bjóða þeim sem vilja upp á Súlur. Við ætlum að hittast við bílastæðið sunnan við öskuhaugana og leggja í hann kl 21.00.

ATHUGIÐ - ÓKEYPIS ER Í ÞESSA FERÐ :-)

Samt sem áður væri gott ef fólk myndi láta vita á skrifstofu fyrir kl 19.00  í síma 462 2720 ef það ætlar sér að fara.

Sjáumst í sumarblíðunni á Súlum!

Ferðir helgarinnar 25-26 júní

Tvær ferðir eru á dagskrá félagsins þessa helgina. Á laugardaginn ......

Opnunarferð í Bræðrafell

Laugardaginn 18. júní fórum við Ingvar Teitsson á hans bíl í vinnuferð. Ókum í Mývatnssveit þar sem við keyptum mjólk fyrir Hauk í Lindum því kusurnar hans í Lindunum stóðu geldar í vetur.

Á leið til fjalla

Nú er verið að gera skálana klára fyrir sumarið og hópur fólks á leið í vinnuferð inn í Herðubreiðalindir um helgina.

Félagsgjöldin og bókin

Jæja kæru félagar. Nú er gíróseðillinn kominn í póst og ætti að berast ykkur strax eftir helgi.

17. júní

ATH Skrifstofa félagsins er lokuð þennan dag.

Ferð að Hraunsvatni

Næsta gönguferð á vegum Ferðafélags Akureyrar verður farin sunnudaginn 19. júní næstkomandi að Hraunsvatni í Öxnadal.

Ferðir, blað FFA komið út

FERÐIR, blað Ferðafélags Akureyrar er komið úr prentun.

Söguganga um Gásir og Skipalón

Söguganga Ferðafélags Akureyrar og Minjasafnsins á Akureyri um Gásir og Skipalón.

Skráning á póstlista

Nú getur fólk skráð sig á póstlista hér á síðunni, ef það vill fá fréttir af starfi félagsins.