Laugardaginn 18. júní fórum við Ingvar Teitsson á hans bíl í vinnuferð. Ókum í Mývatnssveit
þar sem við keyptum mjólk fyrir Hauk í Lindum því kusurnar hans í Lindunum stóðu geldar í vetur.Svo fórum við á Zansi-bar og fengum okkur ágætan silung. Áfram var haldið. Vegurinn inn í Lindir var rakur og fínn, engin þvottabretti
komin. Í Lindum var allt á fullu en okkur var samt boðið í kaffi. Hanna Kata yfirlandvörður er mætt á svæðið. Það vakti
athygli okkar að vegvísirinn að Herðubreið hafði losnað upp úr jörðinni með öllum festingum og fokið eina 50 metra. Vel gekk að finna
slóðina að uppgöngunni og við vorum slétta tvo tíma á göngu að Bræðrafellsskálanum. Þar var allt í sóma og
umgengni hafði verið mjög góð. Síðustu gestir voru seint í ágúst 2004. Þokusúld var seinni helming göngunnar svo við
gátum ekki fúavarið eins og við ætluðum. Þrifum kamarinn og ýmislegt inni. Áttum góða nótt eftir
”netta”kakódrykkju.
Á sunnudaginn kláruðum við að viðra dýnur og teppi, dustuðum gólfmottur og þvoðum gólf. Vorum
í tæpa tvo tíma að uppgöngu í NA golu og rigningu. Hanna Kata bauð okkur í kaffisopa. Smá stopp í Mývatnssveit og til Akureyrar
komum við kl. 20.00.
Verið velkomin í Bræðrafell,
Kv, Jakob Kárason.