- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Fyrirhugað er að ganga á Herðubreið n.k. laugardag. Á föstudag kl. 16 er brottför frá skrifstofu FFA að Strandgötu 23. Gott er að
vera mætt(ur) tímanlega til að ganga frá greiðslu. Sameinast verður í bíla. Ætlast er til að bensín- og olíukostnaði
verði dreift á milli ferðafélaga. Einhverjir ætla að gista í tjöldum og aðrir í skála. Þorsteinsskáli er
bókaður fyrir þennan hóp í tvær nætur. Í Þorsteinsskála er allur borð- og eldunarbúnaður, þar eru einnig
dýnur til að sofa á. Reiknað er með 4-5 klst. akstri frá Akureyri. Gangan á Herðubreið frá bílastæðinu við uppgönguna
upp á topp er um 3 km og rúmlega 1000 metra hækkun. Minnum fólk á hjálmana sína, kraftmikið nesti, góðan fatnað og
skóbúnað. Gott er að vera í góðu gönguformi.
ATH. Uppselt er í ferðina og er kominn langur biðlisti.