- 15 stk.
- 02.02.2013
Naustaborgir. Þar sem mjög hvasst var upp á Súlumýrum var ákveðið að fara heldur inn í Naustaborgir. Þaðan upp í Gamla og inn í Hvammsland. Síðan var farið til baka eftir gönguslóðinni. Skíðafærið var erfitt, blautur snjór sem settist neðan á skíðin sérstaklega upp í gegnum skóginn þar sem tíu sentimetrar voru komnir neðan á skíðin ef þeim var lyft. En allt gekk þetta nú vel þótt erfitt væri á köflum. Veðrið var hið besta, um fimm gráðu hiti. Fararstjóri vra Frímann Guðmundsson.