- 28 stk.
- 17.03.2013
Það var frekar dimmt í lofti þegar lagt var af stað frá bílastæðinu í Héðinsfirði, norðan gola og 6 stiga frost. Stefnan var tekin út að Vík og gengið austan megin og oftast úti á ísilögðu vatninu þar sem skíðafæri var mjög gott. Þegar komið var út fyrir Víkursandinn var farið undir Víkurkleifunum og heim að gamla bænum í Vík þar sem Helga las fyrir okkur minningarbrot fyrri ábúanda sem geymt var í gestabókinni. Því næst var farið í slysavarnarskýlið þar sem við borðuðum nestið okkar. Á bakaleiðinni var komið sólskin og logn og var farið yfir ósinn og að veiðihúsinu og áfram eftir ísnum að bílastæðinu. Hluti göngufólks skellti sér á Sigló en hinir héldu áfram inn að Ámá þar sem hægt var að skoða gamlar bæjarrústir. Fararstjóri var Una Sigurðardóttir, myndir: Grétar Grímsson