- 8 stk.
- 17.02.2013
FFA efndi til árlegarar þorrablótsferðar á fjöll helgina 16. - 17. febrúar 2013. Að þessu sinni var þorrablótið haldið í Botna. Ekið var á bílum í Svartárkot og gengið þaðan á skíðum í Botna. Mikill snjór var og skíðafærið mjög gott. Kyrrt veður var laugardaginn 16. feb. en alskýjað. Við áttum ágætt kvöld í Botna við mat, drykk, söng og upplestur. Sunnudaginn 17. feb. var versnandi veður. Við fórum úr Botna kl. 09.30 og vorum komin í Svartárkot kl. 12.15. Snjór var töluverður á vegi og mjög blindað niður Bárðardal en heimferðin gekk þó að óskum. Þátttakendur voru alls 7. Fararstjóri og myndasmiður Ingvar Teitsson.