- 24 stk.
- 01.09.2013
FFA efndi til gönguferðar á Gullveginn yfir Mývatnsheiði og Fljótsheiði sunnudaginn 1. sept. 2013. Lagt var upp frá Helluvaði og gengið vestur yfir Helluvaðsgrófir og Óþveginslæk að Laugaseli. Þaðan var haldið yfir Laugagróf að Stafnsholti og svo vestur yfir Kamarlæk að Brenniási. Frá Brenniási var gengið norður að Kálfatjörnum og svo norður Stóraás og niður í Arndísarstaði. Sól og blíðskaparveður var fram eftir degi en síðasta spölinn fengum við suðaustan súld en veðrið var þó hlýtt. Þátttakendur voru alls 7, fararstjóri og myndasmiður Ingvar Teitsson.