- 18 stk.
- 24.03.2013
FFA efndi til skíðaferðar á Fljótsheiði meðfram Kálfborgará laugardaginn 23. mars 2013. Ekið var að Engidal og gengið þaðan í logni og sól vestur að Kálfborgarárvatni. Síðan var haldið norður með vatninu að ós Kálfborgarár. Ánni var síðan fylgt að Hrappsstaðaseli. Þaðan gengum við norður í Brenniás og síðan upp á Kálfborgina. Loks var haldið norður að Stóraási og þaðan norðvestur og niður að Einbúa þar sem við geymdum bíl. Mikill snjór var og skíðafæri ágætt. Gangan tók 6 klst. og 10 mín., leiðin var 22-23 km, afar þægileg skíðaleið. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.