- 24 stk.
- 25.05.2013
Reistarárskarð-Flár
Frá Akureyri var ekið að Freyjulundi í Arnarneshreppi. Um kl. 8:30 var lagt af stað og gengið upp með Reistaránni að norðan. Mikill snjór var enn í skógarlundinum hann var meira og minna á kafi en samt var greinilegt nú þegar að mikið var brotið af trjám. Fararstjórinn var eitthvað utan við sig og þegar við vorum komin hálfa leið upp í skarð spurði Helga hann hvar skíðastafirnir væru, nú þeir voru niðri í bíl og ekki var um annað að gera en sækja þá. Veður var gott fyrst var vindur af austri og ýtti hann okkur upp brekkurnar en þegar upp var komið var suðvestanátt. Gengið var yfir fjallið, um þrír km., þar til staðið var á brún Þorvaldsdals. Samkvæmt veðurspánni mátti búast við að þokan legðist yfir svæðið um hádegið, en sem betur fer rættist það ekki. Gott útsýni var yfir fjöllin. Vestan Þorvaldsdals blöstu við fótum okkar og sáum við Grímsey og allt austur á Snæfell. (sjá myndi) Ljúft rennsli var á bakaleiðinni og renndum við okkur um Sperðil niður í Reistarárskarð . Það var hægt að fara á skíðum alveg niður að bíl. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.