- 27 stk.
- 07.04.2013
Boðið var upp á flott gönguveður þegar FFA og gönguhópurinn 24x24 skipulagði ferð á Hvassafellsfjall (Hest) í byrjun apríl, gengið var frá bænum Miklagarði undir rótum fjallsins. Snjólétt var á fjallinu nánast þrjá fjórðu upp á topp fjallsins og tiltölulega auðvelt að þræða hrygginn, en þegar komið var í snjó var hann mög harður og stutt í klaka svo þá skelltum við okkur í brodda og var þá mun einfaldara að ganga upp. Efsti parturinn á Hestinum er nokkuð snúinn og ekki alltaf auðelt að finna leið upp en tókst það að lokum og fengum við flott útsýni í allar áttir að launum.
Fararstjóri og myndasmiður: Viðar Sigmarsson