- 24 stk.
- 17.08.2013
FFA efndi til ferðar í Seljahjallagil austan Mývatnssveitar þ. 17. ágúst 2013. Ekið var hjá Hverfjalli og stoppað við Nökkvabrekku og við jarðfall Kjartans Kristjánssonar. Þá var ekið suður undir Bláfjallsfjallgarðs og gengið þaðan upp á fjallið og niður í Seljahjallagil. Við gengum upp í stuðlabergsgljúfrið og í syðri arm Seljahjallagils. Eftir það var gengið fram úr gilinu og um Arahvamm norður að bílunum. Veður var skýjað en úrkomulítið. Þátttakendur voru 12, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.