- 27 stk.
- 11.05.2013
Kaldbakur
Laugardaginn 11. maí var boðið upp á göngu og skíðaferð upp á Kaldbak. Veður var hið besta og göngufæri og skíðafæri gott þetta árið en samt óvenjumikill snjór alveg niður í fjöru. Gangan hófst norðan við Grenjána og var gengið upp hrygginn upp á Kaldbak alveg norður að herforingjavörðunni sem hlaðin var árið 1914, sem nú var rétt uppúr að hálfu. Þar var kaffistopp, "sumir hituðu sér kaffi" og umhverfið skoðað. Vel sást inn Eyjafjörð og út en ekki eins gott útsýni austur. Rétt þegar kaffistoppið var á enda skall yfir þoka og útsýnið hvarf.
Fararstjórn 24x24 Viðar Sigmarsson. Myndasmiður Frímann Guðmundsson.