- 36 stk.
- 16.07.2013
Heljardalsheiði
Þann 6. júlí kl. 9 lagði 24 manna hópur á vegum FFA af stað frá Atlastöðum í Svarfaðardal á leið yfir í Kolbeinsdal um Heljardalsheiði. Veður var þokkalegt en smá rigningarúði af og til á leiðinni. Efst á heiðarbrúninni var hvasst og gekk á með slydduéljum en það lagaðist þegar neðar dró í Heljardalinn. Vaðið yfir Heljarána var ekki gott, mikið í ánni og botnin stórgrýttur. Þegar komið var niður í Kolbeinsdalinn áðum við í Heljarréttinni áður en vaðið var yfir Kolbeinsána. Hún var auðveld yfirferðar, dreifðist í marga ála og enginn mjög djúpur. Þegar yfir var komið byrjaði að hellirigna og var því gengið mjög rösklega niður að Fjalli þar sem rútan beið okkar. Vorum við komin þangað kl. 17 og vorum því í 8 klst. á leiðinni. Mikill snjór var á heiðinni og gott að ganga á honum og flýtti það för okkar því að við þurftum aldrei að vaða yfir læki. Fararstjóri var Helga Guðnadóttir og til aðstoðar Una Sigurðardóttir. Myndir tók Helga Guðnad.