- 6 stk.
- 02.01.2013
FFA efndi til árlegrar göngu á nýársdag 2013. Lagt var af stað frá bílastæðinu neðan við Kjarnaskóg og gengið austur yfir gömlu brýrnar á Eyjafjarðará að brekkurótum neðan við Knarrarberg. Síðan var gengið sömu leið til baka. Veður var ágætt, kyrrt og nokkurra gráðu frost. Sumir voru á skíðum og fengu ágætt færi. Þátttakendur voru 10 að fararstjóra meðtöldum. Fararstjóri: Grétar Grímsson, myndasmiður: Ingvar Teitsson.