- 36 stk.
- 09.09.2013
Hreppsendaársúlur. Það voru 12 manns sem hófu göngu á Hreppsendaársúlur frá Lágheiði, 9 Íslendingar 2 Finnar og 1 Kinverji. Gengið var sem leið lá upp á hrygginn sunnan Súlnana, þaðan á Lundshnjúk og upp á Syðri-Súluna. Allir nema annar af Finnunum fóru á toppinn. Frá toppnum var útsýni í allar áttir mjög gott. Ekki treystu sér allir að ganga á Ytri-Súluna, og þaðan niður norðurhrygginn. Því tók Karl Stefánsson að sér að fara með þá niður sömu leið, hafi hann þökk fyrir. Gekk ferðin vel niður hrygginn og einnig hjá hinum þótt hægt færu sumir. Enduðum ferðina á Kaffi Klöru. Takk fyrir góða ferð. Myndasmiður og fararstjóri Konráð Gunnarsson.