- 11 stk.
- 30.03.2013
Gengið var frá gönguskíðahúsinu við Skíðastaði og út hlíðina alveg út á Sjónarhól. Mjög snjóblint var en skíðafæri frábært. Veður var stillt og lágskýað. Smá stopp var gert á Sjónarhól, og rétt vestan við hann var djúp snjógeil og þar var gert kaffistopp. Síðan er þægilegt rennsli kílómetrum saman niður, nema hvað allt rann saman vegna snjóblindu, en niðurferðin gekk samt ljómandi vel frábært rennsli og nægur snjór alveg niður að Þelamerkurskóla. Síðan var farið í heita pottinn og slakað á.
Myndasmiður og fararstjóri: Frímann Guðmundsson.