- 20 stk.
- 13.06.2013
Harðarvarða
Við vorum níu göngumenn sem mættu klár við skíðaskálann í Hlíðarfjalli til að takast á við þriðja verkefni gönguviku Ferðafélags Akureyrar, en það var að ganga upp að Harðarvörðu. Allmikill snjór er enn í Hlíðarfjalli og við ákváðum að ganga upp Mannshrygginn þar sem hann var tiltölulega auður, en allblautt var á leiðinni og stutt í leirdrulluna. Gengið var nánast eingöngu í snjó að vörðunni er við komum upp á brún. Við völdum að ganga sneiðinginn (veginn) niður þar sem búið var að ryðja hann en sú leið var öll gengin í snjó. Af þeim sökum voru sumir orðnir rennandi blautir þegar við komum aftur niður að Skíðaskála, sæl og glöð með flotta ferð í mjög góðu gönguveðri. Myndatökumaður og fararstjóri Viðar Sigmarsson.