- 15 stk.
- 09.07.2013
Þeistareykjabunga.
Fórum af stað frá Akureyri um kl. 8. Komum við á Húsavík, þar bættist í hópinn og vorum við þá níu með fararstjóra, frá fjórum þjóðlöndum. Ferðin gekk ágætlega. Við ókum upp í Bóndhólsskarð og gengum þaðan til norðausturs að Langavíti en það er hæsti hluti Þeistareykjabungu. Þar var tekið hádegishlé. Síðan fórum við til suðurs að Stóravíti en þaðan er sagt að annað stærsta hraun landsins sé komið. Næst var komið að Litlavíti. Þaðan ætluðum við að ganga eftir slóðinni aftur í Bóndhólsskarð en það var svo mikill snjór og bleyta að við urðum að ganga eftir mónum alla leið. Stoppuðum og fengum okkur kaffisopa við skálann á bakaleiðinni. Veðrið var ágætt, sunnan vindur, bjart og hlýtt. Allir glaðir og ánægðir eftir góðan dag.
Sigurgeir Sigurðsson
Fararstjóri og myndasmiður