Fréttir

Ferðaáætlun 2008

Nú er ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2008 aðgengileg hér á heimasíðunni, sjá nánar hlekk hér hægra megin á síðunni

Gönguhópur

Óformlegur gönguhópur kemur saman alla mánudaga kl. 19:00. Ákveðið er í lok hverrar göngu hvar komið verður saman næst.
Gengið er í nágreni Akureyrar, nú um þessar mundir er komið saman við Sundlaug Akureyrar og gengið ca. eina klukkustund.
Allir velkomnir.

Skálum FFA í Herðubreiðarlindum og Dreka læst

Búið er að læsta skálum FFA í Herðubreiðarlindum og við Drekagil frá og með 14. okt. 2007

Hægt er að bóka gistingu og nálgast lykil af skálunum hjá Fjólu K Helgadóttur í síma 462 3812 á kvöldin.  Einnig má senda tölvupóst á netfang félagsins  ffa@ffa.is

Farið um Heilagsdal

17. – 19. ágúst. Heilagsdalur (3 skór)
Helgarferð með göngu á Ketildyngju og Bláfjall. 

Ganga á Herðubreið slegin af

Veðrið verður okkur ekki hliðhollt þessa helgina frekar en þá fyrri, svo ákveðið hefur verið að hætta við gönguna á Herðubreið.

Hætt við pílagrímsgönguna

Vegna lélegrar þátttöku hefur verið hætt við pílagrímsgönguna heim að Hólum. Minnum á Hólahátíðina á vegum Biskupsstofu og áhugaverða dagskrá í tengslum við hana.

Fjallareiðhjólanámskeið fellur niður

Ákveðið hefur verið að fella niður áður auglýst námskeið í notkun fjallareiðhjóla.

11. 12. ágúst. Pílagrímsganga (3 skór)

11. – 12. ágúst. Pílagrímsganga (3 skór)

Pílagrímsganga yfir Heljardalsheiði heim að Hólum á Hólahátíð.

Herðubreið 10.-12. ágúst

Gangan á Herðubreið sem átti að vera um verslunarmannahelgina er fyrirhuguð næstu helgi 10.-12. ágúst. Fyrirkomulag ferðarinnar er það sama.

Á slóðir Náttfara landnámsmanns

Myndir frá ferðinni um Náttfaraslóðir.
Smellið hér!