- 18 stk.
- 13.08.2012
FFA efndi til árlegrar göngu á Herðubreið laugardaginn 11. ágúst 2012. Ekið var að kvöldi 10. ágúst um Krepputungu í Herðubreiðarlindir því að Jökulsá var mjög vatnsmikil. Að morgni 11. ágúst var ekið að uppgöngunni vestan Herðubreiðar og gengið þar á fjallið. Skilyrðin voru góð, engir skaflar á leið okkar og allt mjög þurrt. Þá vorum við líka laus við grjóthrun. Við náðum upp á tind eftir 3 klst. og 10 mínútur. Sandmistur var yfir Ódáðahrauni en fyrir ofan mistrið blöstu Kverkfjöll, Snæfell og Bárðarbunga við. Á tindinum var sunnan strekkingur en mjög hlýtt í veðri. Alls voru 22 í hópi FFA, þar á meðal fararstjórarnir, Ingvar Teitsson og Vignir Víkingsson. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.