- 16 stk.
- 06.05.2012
Það voru aðeins þrír sem fóru í þessa mögnuðu ferð á Kaldbak. Ferðinni var frestað um einn dag vegna veðurs.
Til að byrja með gengu yfir éljabakkar en eftir því sem á daginn leið batnaði veðrið. færið var eins og best er á kosið laus snjór ofan á þéttum snjó. Ferðin upp tók aðeins tvo og hálfan tíma aðallega út af því að Grétar var að prófa skinn og mátti ekkert vera að því að stoppa. Á niðurleiðinni fórum við niður í Grenjárdal og enduðum upp á Þröskuldi og sáum niður í Trölladal, Síðan tók við ein löng salíbuna niður allan dalinn að bílnum. Þið misstuð af miklu sem slepptuð þessari ferð.