- 5 stk.
- 18.02.2012
Laugardaginn 18. febrúar var farin gönguferð upp að Skólavörðu. Gengið var eftir stikaðri leið frá Værðarhvammi til suðurs upp fyrir Bæjarkletta (Veigastaðakletta) og þaðan í norðaustur að Skólavörðunni. Sama leið var svo gengin til baka. Heimildir herma að nokkrir nemendur Menntaskólans á Akureyri hafi reist Skólavörðuna árið 1932. Veður var gott; bjart yfir lengst af, svolítið kalt en vind hreyfði varla. Göngufæri var þokkalegt. Eitthvað hafði dregið í skafla eftir snjókomu síðustu daga en þess á milli mátti ganga á hjarni eða á auðu.
Farastjóri var Einar Brynjólfsson