- 16 stk.
- 04.02.2012
Laugardaginn 4. febrúar var farin ferð upp á Súlumýrar. Undanfarna viku hefur verið hláka og geysilega mikill snjór horfið. Í dag er komið smá frost svo ekki var búist við að færið væri gott, og það sem verra var, enginn var skráður í ferðina, en fararstjórinn mætti og það urðu á endanum sex sem fóru. Endilega að muna að skrá sig svo ferðir falli ekki niður að ástæðulausu. Þegar uppeftir var komið hafði snjóað örlítið í nótt og breytti það öllu. Úr varð hin skemmtilegasta ferð með óvæntum uppákomum, en látum myndirnar tala. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson