- 31 stk.
- 23.05.2012
Fuglaskoðun í Mývatnssveit. Árleg fuglaskoðunarferð FFA var að þessu sinni farin 19. maí í Mývatnssveit. Veður var gott, sólskin en frekar kalt. Ferðin hófst með því að litið var á fugla á Leirunni við Pollinn, en síðan var ekið rakleitt að Ljósavatni þar sem nokkrar tegundir bættust við. Í Mývatnssveit var stoppað við Álftabáru og Stakhólstjörn og síðan var farið að Höfða. Eftir að nesti hafði verið snætt gengum við um Höfðann og þar sáum við m.a. himbrima kafandi nánast við fæturna á okkur. Fuglasafn Sigurgeirs var næst heimsótt og við safnið sáum við m.a. gargandarpar og fylgdumst með álft á hreiðri í myndavél safnsins. Í ferðinni sáust alls tæplega 40 tegundir fugla. Þátttakendur auk tveggja fararstjóra voru 13 talsins. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen Myndasmiður Guðmundur Tulinius.