- 36 stk.
- 17.06.2012
12 manns lögðu af stað frá skrifstofu FFA kl 8 laugardaginn 16. júní 2012. Keyrt var að Koti í Svarfaðardal og þaðan gengin sem leið lá inn Vatnsdal og inn fyrir vatnið. Þaðan farið upp í Bótskál. Úr Bótskálinni var gengið á snjó upp á topp Kotafjalls. Stoppað var í góða stund á fjallinu og útsýnið dásamað. Ákveðið var að fara ekki sömu leið til baka heldur fundin önnur leið. Farið var niður snjóskafl sem náði niður allt fjallið. Varð þetta hinn mesta skemmtiferð á rassinum eða fótskriðu. Góð ferð með hressu fólki. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson