- 34 stk.
- 29.07.2012
Laugardagurinn 28 júlí rann upp bjartur og fagur ekki amalegt að fara í fjallaferð. Ganga átti á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði (1538 m). Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið, upp Öxlina með öllum sínu Hausum þaðan yfir heimari Lambárbotna upp snjóinn og þaðan á fjallið. Í þetta sinn var nóg um vatn. Tekin var góð stund í að skoða útsýnið enda sást yfir hálft landið. Síðan var farið niður af Kerlingu sömu leið og svo gengið norður eftir tindunum, Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu (1213), og Ytrisúlu (1144) og niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Vegalengd um 20 km.
Hér er slóð á myndir sem Guðbjartur Guðbjartsson tók. Fararstjórar: Sigurlína Jónsdóttir, Frímann Guðmundsson.