- 34 stk.
- 24.09.2012
Frekar var nú fámennt en góðmennt í ferðina á Bangsahnjúk, Þverfjall, og Syðri-Vatnsendahnjúk. Lagt var af stað úr bænum KL 9.30 og keyrt sem leið liggur í Héðinsfjörð.Lögðum af stað í gönguna rétt við gangnamunan KL 10.10. Komum við í rústum Grundarkots sem fór í eyði 1941, þaðan stefnan tekinn upp í Möðruvallaskál. Gengum fljótlega upp í snjó sem var bæði blautur og mikill,og tafði heldur för. Gengum við í snjó á alla Tindanna eins og um vetur væri.En gaman var að geta rennd sér niður Vatnsendahnjúk langa leið á rassinum. Flott ferð í góðu veðri, fínu skyggni og stórgóðum félagsskap. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson.