- 32 stk.
- 25.06.2012
14 göngumenn mættu á gamla Múlaveginn rétt ofan við Brimnes kl. 19:45. Veðrið var frábært. Logn, heiðskírt og sólin baðaði okkur. Það var snjór í giljunum og við krusuðum okkur upp á fremsta kollinn. Þar var setið góða stund og horft yfir Fossdalinn og Hvanndalabjargið sem sólin gægðist yfir í logninu.
Við vorum uppi á Múlakollunni sjálfri kl. 24:00 og útsýnið var frábært. Við sátum þar í sólinni góða stund og nutum nestisins. Allir voru mjög hressir með ferðina og stóðu sig vel. Hópurinn staldraði við smá stund á planinu innan við gangnamunnann. Þar tókum við lokamyndir og kvöddumst eftir frábæra ferð með FFA á Múlakolluna.