- 14 stk.
- 01.09.2012
Laugardagur 1. september 2012.
Við vorum þrír sem lögðum af stað frá Akureyri og var ekið sem leið liggur upp á Öxnadalsheiði og bílum lagt þar sem Sesseljubúð var en nú er minnismerki um að bundið slitlag sé komið milli Akureyrar og Reykjavíkur. En nú fjölgaði í hópnum tveir komu vestan úr Blönduhlíð og þrjú úr Öxnadal. Gangan hófst þarna, og var gengið upp með Grjótá þaðan upp Tunguna milli ánna og sveigt inn í Vestmannadal (Vestari Grjótárdal) upp í Tryppaskarðið sem er í 1130 metrum. Síðan farið niður í Tryppaskálina, sagan rifjuð upp og horfið á vit sögulegra atburða þegar 26 hross hröpuðu fram af hengiflugi haustið 1870. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.