- 24 stk.
- 28.02.2012
Lagt var af stað frá bílastæði kl 10:30 við uppgöngu á Súlur. Veður var mjög gott stillt og hiti við frostmark.
Spurning var hvort taka ætti efri eða neðri leið inn í Lamba þar sem lítill snjór var í Glerárdal. Ákveðið var að fara efri leiðina upp að Súlurótum þaðan var gengið í áttina að Lambárdal. Þegar að gilinu kom þurfti að fara upp með þvi til að finna leið yfir. Þegar yfir var komið var greið leið í Lamda þar sem tekið var upp nesti og hvílst eftir erfiða ferð þar sem skíðafærið var afleitt. Sérstaklega þar sem þetta átti að vera einnar skóa ferð.
Gengin var hefðbundin stikuð gönguleið til baka, með von um léttari heimferð sem reyndist þó ekki vegna snjóleysis og skara í snjónum. En allt fór þó vel að lokum og var komið heim rétt fyrir kl. 20:00.
Í ferðina fóru átta hörkukarlar og var Stefán Stefánsson fararstjóri og myndasmiður auk Randvers Gunnarssonar