- 14 stk.
- 22.04.2012
Það var frekar þungbúið veður og dimmt yfir þegar fjórir fjallgöngumenn voru mættir á FFA til göngu á Hleiðargarðsfjall eða Hólafjall. Ekið var áleiðis fram í fjörð og ákveðið að ganga á Hólafjall þar sem bjartara var yfir og fjallið nokkru lægra en Hleiðargarðsfjallið. Lagt var af stað um kl 9 í logni frá Þormóðsstöðum og gamla Hólafjallsveginum fylgt upp á fjallið. Þegar upp var komið var vægt frost og smá gjóla úr austri og að mestu snjór á fjallashryggnum. Eftir að hafa borðað nestið var haldið áfram til suðurs upp að vörðunni þar sem fjalls-sléttan blasir við til suðurs. All gott útsýni var til vesturs yfir Hólavatn og bæina í kring en þétt ský lágu yfir fjöllunum að vestan. Til baka var vegslóðin gengin niður að Þormóðsstöðum og komið þangað kl. rúmlega 13 og ekið heim á leið. Fararstjóri og myndasmiður: Gréter Grímsson