- 38 stk.
- 12.05.2012
Í ferðina fóru Frímann Guðmundsson, Ari Fossdal, Ingibjörg Ólafsdóttir, Brynleifur Ingimarsson, Óskar Þór og Ingimar Árnason. Gengið var frá Skíðastöðum upp Hlíðarhrygg á Hlíðarfjall. Þaðan var farið upp á Blátind meðfram Bungu og alla leið á topp Strýtu. Veður var eins og best er á kosið logn og sól annað slagið. Síðan var stefnan tekin á Harðarvörðu og sest niður og fengið sér að drekka. Niðurferðin gekk vel þótt bratt væri snjórinn mjúkur og lítilhætta á að fara á flug. Fararstjóri var Frímann Guðmundsson og myndasmiðir Ingimar Árnason og Frímann.