- 9 stk.
- 14.06.2012
Ekið var sem leið liggur upp í Hlíðarfjall upp í Skíðastaði. Gengið var upp með Fjarkanum upp veginn. Tekið var smá stopp við Strýtu og genginn vegslóðinn alveg upp á Mannshrygg. Efsta brekkan upp á Mannshrygginn var erfið þar sem snjórinn var orðinn að hjarni og mjög vont að búa til spor, en allt hafðist þetta með hægðinni og þrautseigjunni. Þegar upp var komið var gengið suður fjallið að Harðarvörðu og þeir sem taka þátt í leiknum okkar stimpluðu í kortið sitt. Veðrið var eins og verið hefur í gönguvikunni heiðskírt og logn. Þessi vaski hópur sem dreif sig í kvöldgöngu fékk því mikið fyrir erfiðið, útsýni upp á öræfi og til hafs.