- 28 stk.
- 06.07.2012
Alls fóru 13 manns auk fararstjóra í Þormóðsstaðagil. Lagt var af stað frá skrifstofu FFA kl 7 og keyrt inn Sölvadal. Gengið niður norðan við gilkjaftinn og vaðið yfir ánna sem gekk vel með góðri hjálp, síðan gengið inn að fossi eftir að hafa vaðið ánna aftur. Mikið var myndað og gilið dásamað fyrir allskonar kynjamyndir sérstaklega Fossbúinn við hliðina á fossinum. Fórum á heimleiðinni að skoða heimarafstöð Eyvindarstaða og Draflastaða. Góð ferð í góðum félagsskap. Fararstjóri og myndasmiður Konráð Gunnarsson.