- 21 stk.
- 09.06.2020
Fyrsta ferð í barnastarfi FFA var farin í fjöruna að Gásum 8. júní kl. 17. Brynhildur Bjarnadóttir náttúrufræðingur fræddi börn, foreldra og afa og ömmur um lífríkið í fjörunni. Hún svaraði spurningum barnanna og fræddi þau einnig um mikilvægi þess að ganga vel um sjóinn. Þrátt fyrir rigningu mættu á þriðja tug í ferðina sem var afar vel heppnuð og fræðandi. Myndir Þorgerður Sigurðardóttir.