- 19 stk.
- 19.08.2020
Farin var helgarferð í Herðubreiðarlindir og Öskju þar sem gist var í Þorsteinsskála. Í ferðinni voru 22 þátttakendur, þar af fjögur börn. Akureyrarbær styrkti ferðina.
Ferðin tókst í alla staði vel og lék veðrið við þátttakendur. Um nóttina lenti hópurinn í því að þurfa að flytja sig yfir í Dreka vegna vatnavaxta sem jók enn á ævintýrið. Á heimleiðinni var farið austur fyrir og stoppað í Hvannalindum þar sem sagan af Eyvindi og Höllu fékk framhald. Stoppað var við sæluhúsið við Jökulsá. Fararstjóri var Þuríður A. Hallgrímsdóttir. Myndirnar tóku Elísabet Gestsdóttir og Róbert Kárason.