- 13 stk.
- 14.07.2020
Í sumar hefur FFA bætt við nokkrum göngum. Ein þeirra var farin að kvöldi 20. júní. Leiðsögn og fararstjórn var í höndum Björns Ingólfssonar sem leiddi 48 manna hóp um ströndina og sagði frá. Veðrið lék við þátttakendur og var kvöldið einstaklega fallegt. Sama kvöld var fyrirhuguð ferð á Múlakollu sem var aflýst vegna jarðskjálfta á svæðinu. Allt var með kyrrum kjörum á Látraströnd. Myndir Arna H. Guðmundasdóttir og Þuríður H. Kristjánsdóttir.