- 9 stk.
- 17.05.2020
Þann 9. maí fór Helga Guðnadóttir fararstjóri í gönguskíðaferð með fimm manna hóp frá FFA. Skíðað var í Ytri Árdal í Ólafsfirði. Veðrið lék við þátttakendur eins og myndirnar sýna og skíðafæri var gott. Þetta var fyrsta ferð FFA eftir COVID samkomubannið og reyndi fólk að halda fjarlægð í ferðinni eins og hægt var. Myndasmiðir Helga Guðnadóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir.