- 3 stk.
- 11.06.2022
Þann 11. maí var farin fuglaskoðunarferð á vegum barn- og fjölskyldunefndar FFA. Mikil þátttaka var í ferðinni nn og tókst afar vel í góðu veðri við góðar aðstæður við Kristnestjörn. Þeir Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen leiddu þátttakendur í allan sannleika um þá fugla sem sáust en þeir voru fjölmargir. Ennfremur fengu börn og fullorðnir að nota græjurnar þeirra sem eru til fuglaskoðunar. Myndirnar tók Fjóla Kristín Helgadóttir formaður barna- og fjölskyldunefndar.