- 7 stk.
- 02.03.2022
Ferð á vegum Ferðafélags Akureyrar, gengið var frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Eftir smá nestisstopp var haldið niður hlíðina. Snjórinn var vindbarinn og harður og þegar neðar kom var kominn skari en mjúkt undir og erfitt skíðafæri. Allt gekk þetta þó að lokum og eftir heitapott var þetta bara gott ævintýri. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.