- 8 stk.
- 02.07.2023
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á tvær fuglaskoðunarferðir undir leiðsögn Jóns Magg og Sverris sem hafa verið með svona ferðir mjög lengi fyrir FFA. Fyrri ferðin var 16. maí og hún var sérstaklega ætluð börnum. Seinni ferðin, sú hefðbundna var 20. maí. Báðar tókust með vel og mikil ánægja að venju. Alltaf gaman að sjá hversu áhugasöm börn eru að skoða og leita að fuglum. Myndirnar úr barnaferðinni tók Herdís Zophoníasdóttir sem var fararstjóri þar og í seinni ferðinni var Kristín List Malmquist myndasmiður.