- 18 stk.
- 14.09.2023
Veðurútlit var ekki upp á sitt besta þegar 10 manna hópur lagði af stað í Botna laugardaginn 9. september. Ferðin gekk vel þó ekki sé nú hægt að segja að veðrið hafi leikið við mannskapinn. Engu að síður voru allir glaðir og létu bleytu ekki á sig fá enda komust þau í góðan skála FFA í Suðurárbotnum. Myndirnar tala sínu máli. Fararstjóri var Fjóla Kristín Helgadóttir sem tók eitthvað af myndunum ásamt Helgu Maríu Haraldsdóttur og Þuríðu Helgu Kristjánsdóttur.