- 17 stk.
- 14.09.2023
Vinsælasta ferð sumarsins hjá FFA. Fyrri ferðin var farin 10. júní. Mikil aðsókn var í hana og því var annarri ferð bætt við 9. júlí. Veðrið lék við þátttakendur í báðum ferðunum og var mikil ánægja með þær báðar. Margrét K. Jónsdóttir var fararstjóri. Þegar komið var til baka bauð hún þeim sem vildu að ganga að Gatkletti við Húsavík. Margir tóku þátt í þeirri göngu. Myndirnar tók Margrét.