Villingadalur - Svarfdalur

Villingadalur - Svarfdalur   

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Gunnar Jónsson frá Villingadal

Ekið upp á Hólabrúnina norðan við Villingadal og bílum lagt þar. Gengið meðfram gili Torfufellsár og Steinboginn skoðaður. Síðan haldið inn dalinn með Torfufellsánni að Svartá og þaðan fram í botn á Svarfdal. Á miðjum dalnum er t.d. grjóthóllinn Sverrishaugur tengdur þjóðsögu um bardaga milli Eyfirðinga og Skagfirðinga um beitarland í Galtartungum innst í Villingadal.
Að mestu þægilegt gönguland. Sama leið gengin til baka.

Vegalengd alls um 12 km. Gönguhækkun: 300 m.

Verð: 2.200 / 3.700 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

Búnaðarlisti