Tökum skrefið

Hreyfing, útivera og félagsskapur - allir velkomnir

Við tökum okkur svolítið jólafrí. Byrjum aftur í janúar, jafnvel fyrr en 19. janúar, það fer eftir færð.

_____________________

Tökum skrefið eru vikulegar göngur hjá Ferðafélagi Akureyrar á sunnudögum kl. 10 frá febrúar fram til nóvemberloka.

Lögð er áhersla á að halda gönguhraða þannig að allir geti fylgt hópnum og er viðmiðið að ganga 3-5 km. á einni klukkustund.

Kaffi eftir göngu.

Allir velkomnir - frítt - engin skráning.

Mæting við FFA, Strandgötu 23.