- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Þeistareykjabunga
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Ennig er hægt að mæta við borholuna rétt neðan við skarðið um kl. 9:00.
Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson
Ekið að svæðinu við Þeistareykjaskálann þar sem gangan hefst.
Þeistareykjabunga er ein stærsta dyngja landsins og eru upptök hennar í Stóravíti.
Gengið verður upp í Bóndhólsskarð og að Litlavíti sem er mjög sérstakt og áfram að Stóravíti.
Síðan er gengið á hæsta punkt Þeistareykjabungu, þaðan sem víðáttumikil hraun hafa runnið
og víðsýnt er um svæðið.
Vegalengd um 16 km. Gönguhækkun 200 m.
Þátttaka ókeypis
Skráning í ferð
Búnaðarlisti
Dagsferðir á gönguskíðum
Nauðsynlegur búnaður í dagsferð á gönguskíðum:
Gönguskíði og skíðaskór. Best er að hafa skíði með stálköntum/utanbrautarskíði
Skíðastafi (athugið að ólin sé þannig að þið komist í þykkum vettlingum í hana)
Gott að hafa meðferðis skinn á skíðin
Skíðagleraugu, sólarvörn og varasalvi
Vind- og vatnsheldan jakka
Vind- og vatnsheldar buxur
Ullarnærföt
Hanska/vindhelda vettlinga
Drykkjarflösku og smá orku til að narta í t.d. orkustykki (alltaf eitthvað heitt að drekka)
Sólarvörn og varasalvi
Gott að hafa höfuðljós í lengri ferðir
Sjúkragögn, hælsærisplástur, verkjalyf og annað smálegt
Sjúkragögn (hælsærisplástur og annað smálegt)
Gott að hafa létta úlpu og þurra vettlinga (gott líka að hafa „pokavettlinga“ til að hafa yfir aðra). Margir hafa líka með sér þurra húfu